Gleraugnakaup á netinu

Hér set ég ýmsar upplýsingar um gleraugnakaup á netinu.

Sparnaður við kaup á gleraugum á netinu getur orðið fleiri tugir þúsunda og ekki óalgengt að keypt séu fleiri en ein gleraugu í einu (reyndar frekar æskilegt því oft kostar sama að senda 3 í einu . Fyrir kvenfók er þetta kostur því gleraugun eru þá orðin eins og hver annar fylgihlutur ( veski, slæða, hattur, fylgisveinn, úr eða skartgripur ) og hægt að skipta um eftir þörfum.
Athugið að gleraugu á Íslandi bera enga tolla. Kostnaður við að kaupa gleraugu er því innkaupsverð + flutningskostnaður + VSK. Ofaná kemur svo kostnaður vegna tollmeðferðar á Íslandi.

Rétt er að fara til augnlæknis og nota nýlegt recept til að gleraugun passi sem best. Óskið sérstaklega eftir því að mælt sé bil milli augasteina ( PD = Pupil Distance ) en augnlæknir gerir það ef eftir því er óskað (en sleppa því oft annars). Best er að augnlæknir geri það því bilið er mismunandi eftir gleraugum. Þetta er hægt að framkvæma heima en betra er að augnlæknir geri það (leiðbeiningar um það á heimasíðum þeirra).

Til að versla þarf að stofna aðgang og setja inn recept. Þeim er svo gefið nafn sem hjálpar til ef á að panta eftir fleiru en einu recepti í einu.

Allar alvöru síður bjóða upp á að setja inn mynd af sér til að sjá hvernig gleraugu líta út á kaupanda. Til að vera viss um mál og stærðir þá gefa allir upp mál á sínum gleraugum og er þá hægt að bera þau mál saman við núverandi gleraugu. Hér er dæmi:


Oft er spurt um hvort að sé hægt að kaupa tvískipt gleraugu og svarið er já. Ef það er hægt að skrifa recept fyrir því þá er hægt að kaupa það.

Vegna þess hvað gleraugun eru ódýr erlendis skaltu athuga að panta gleraugu sem nýtast á öllu sjónsviði. Fleiri recept kosta ekki meira og um að gera að nota heimsóknina til augnlæknisins. Þannig á ég gleraugu fyrir lestur, önnur fyrir tölvuvinnu og loks fyrir golfið. Athugaðu líka að kaupa aukagleraugu til að hafa í vinnunni.

Ódýra verðið þýðir aðeins lengri afgreiðslufrestur. Ég hef sent flóknar pantanir og allt skilað sér. Líka þegar ég sendi pöntun fyrir fleiri en einn aðila.

Ef að þig vantar að sjá betur mjög nálægt þá geturðu keypt þér bensínstöðvargleraugu með +1 eða +2 og haft utanyfir venjulegu lestrargleraugun.

Hérna eru myndbönd hjá Zenni sem sýna hvernig á að bera sig að við að panta gleraugun.
Hér er sýnt m.a. hvernig á að stilla gleraugu

Gleraugnaverslanir á netinu:

Goggles4u hef ég prófað og þeir stóðust allar væntingar. Gleraugun komu heim á einni viku með DHL og voru verulega
ódýr (3.000kr parið í mars 2016). (Uppfært 2018, þeir eru hættir að senda til Íslands, að þeirra sögn vegna vandræða með tollinn)
39dollarglasses er fyrsti staðurinn sem ég verslaði hjá.
zennioptical.com senda um allan heim. Þegar eitthvað var óljóst þá fékk ég frá þeim tölvupóst til að óska eftir skýringum.
Firmoo hef ég ekki prófað en mælt var með þeim á CostCo gleði svo það hlýtur að vera í lagi.
Foureyes hef ég ekki prófað.
Eybuydirect hef ég ekki prófað en Elías hjá RHÍ verslar þar.
Kreppugler er afsprengi ZenniOptical.

Hér eru 2 nýjir staðir sem ég myndi vilja prófa
Glasses2you í Bretlandi og Tendaglasses

Ennþá nýrri staðir:
https://www.voogueme.com/index
https://www.zeelool.com/
https://www.discountglasses.com/